Ítalski tenórsöngvarinn Andrea Bocelli hélt tónleika fyrir fullu húsi í Egilshöll í kvöld ásamt tékknesku sinfóníuhljómsveitinni og voru undirtektir áhorfenda góðar. Talsverðar umferðartafir urðu á Vesturlandsvegi bæði fyrir og eftir tónleikana.
Bocelli er einn dáðasti söngvari samtímans og hefur byggt velgengni sína á því að blanda saman klassískri óperuhefð, ítalskri ballöðuhefð og dægurtónlist.