Singapore Airlines, fyrsta flugfélagið sem hefur tekið risaþotuna A380 frá Airbus í notkun hefur gert að engu vonir sem kunnu að hafa vaknað í brjósti margra sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og hugðust nota tveggja manna klefa á fyrsta farrými til að geta stundað kynlíf í háloftunum.
Flugfélagið hefur tilkynnt að það muni biðja farþega um að stunda ekki kynlíf í þeim tveggja manna svítunum á fyrsta farrími þó að þar sé að finna tvíbreið rúm.
„Við biðjum farþega hvar sem þeir kunna að vera um borð í flugvélum okkar að stunda háttsama hegðun sem særa ekki sómatilfinningu annarra farþega og starfsfólks,” segir í tilkynningu sem félagið sendi Reuters fréttastofunni.
Þó að klefarnir séu útaf fyrir sig þá eru þeir hvorki hljóðeinangraðir né alveg lokaðir.
„Þeir leigja þér tvíbreitt rúm með næði og kampavínsflaumurinn er endalaus en segja svo að þú megir ekki gera það sem liggur beinast við,” sagði Tony Elwood sem ferðaðist með konu sinni á fyrsta flugi þotunnar í samtali við Lundúnablaðið Times.
„Þeir virðast hafa gert allt sem þeir gátu til að ýta undir rómantík, allt nema að færa manni ostrur, þeir ættu því ekki að kvarta undan hegðun fólks,” bætti Julie kona hans við að lokum.