Heather Mills nærri sjálfsvígi eftir skilnaðinn

Heather Mills McCartney segist eiga kassa með sönnungargögnum ef einhver …
Heather Mills McCartney segist eiga kassa með sönnungargögnum ef einhver skyldi ráða hana af dögum. Reuters

Heather Mills McCartney sagði í morgun að henni hefði verið „ýtt fram á ystu nöf” af lygum sumra dagblaða og að henni hefðu borist morðhótanir. Hún sagðist eiga kassa fullan af sönnunargögnum ef hún skyldi verða myrt.

Mills McCartney er enn að semja um lokatölu þeirrar fjárhæðar sem hún hlýtur í kjölfar skilnaðarins við Paul McCartney, hún hefur hvatt fólk til að hætta að kaupa blöð sem gera út á götublaðamennsku og skrifa æsifregnir af skilnaðinum.

„Mér hafa borist morðhótanir og ég hef verið nærri því að fremja sjálfsmorð, þetta hefur komið mér í mikið uppnám,” sagði Mills McCartney í viðtali við GMTV sjónvarpsstöðina.

„Ég fæ verri umfjöllun en barnaníðingur eða morðingi þrátt fyrir að hafa ekki gert annað en að vinna í þágu góðgerðarstofnana undanfarin 20 ár,” sagði Mills McCartney.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir