Björk með tónleika á þrepum óperunnar í Sydney

Óperuhúsið í Sydney.
Óperuhúsið í Sydney. Reuters

Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á tónlistarhátíðinni í Sydney í Ástralíu, sem hefst 5. janúar og stendur í mánuð en dagskrá hátíðarinnar var kynnt í gær. Mun Björk koma fram á þrepum óperuhússins í Sydney.

Meðal annarra tónlistarmanna, sem koma fram í Sydney, eru Brian Wilson og Sufjan Stevens.

Björk mun halda tónleika sína 23. janúar en hún hefur ekki komið fram í Ástralíu í 13 ár.

„Þetta er mikill tónlistarviðburður og þegar goðsagnir á borð við Brian Wilson eiga í hlut og stórir tónleikar með Björk í forgarði Óperuhússins, þá er ljóst að það verður mikið af frábærri tónlist," hafa ástralskir fjölmiðlar eftir Fergus Linehan, framkvæmdastjóra hátíðarinnar.

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup