„Síðustu þrjú ár hefur þetta farið mjög vaxandi, sérstaklega þegar lýsingartækið er notað,{ldquo} segir Kristín Sandholt tannlæknir um aukna tannhvíttunaráráttu Íslendinga.
Tvær aðferðir eru mjög vinsælar á Íslandi við að hvítta tennur. Annars vegar svokölluð bleiking þar sem tækið sem Kristín talar um er notað og hins vegar þar sem sérsmíðaðar lýsingarskinnur eru notaðar, en þær tekur fólk með sér heim og notar í eina til tvær vikur. Kristín segir mjög einstaklingsbundið hversu hvítar tennur fólk kýs. „Þetta má ekki vera of gervilegt," segir hún. "Fólk vill að tennurnar líti vel út."