„The Exorcist,“ eða „Særingarmaðurinn,“ hefur verið valin besta hryllingsmynd allra tíma. Myndin var gerð árið 1973. Það voru viðskiptavinir verslunarkeðjunnar HMV sem völdu myndina í árlegri könnun. Í öðru sæti að þessu sinni varð „The Shining,“ sem á síðasta ári varð í efsta sæti.
Annars er listinn svona:
1. 'The Exorcist' (1973) - William Friedkin.
2. 'The Shining' (1980) - Stanley Kubrick.
3. 'Halloween' (1978) - John Carpenter.
4. 'A Nightmare on Elm Street' (1984) - Wes Craven.
5. 'Ringu' - 'The Ring' (Japanese version) (1998) - Hideo Nakata
6. 'The Texas Chainsaw Massacre' (1974) - Tobe Hooper.
7. 'The Omen' (1976) - Richard Donner.
8. 'Stephen King's It' (1990) - Tommy Lee Wallace.
9. 'Hellraiser' (1987) - Clive Barker.
10. 'Hostel' (2005) - Eli Roth.