Jimmy Page fingurbrotnaði

Jimmy Page og Robert Plant.
Jimmy Page og Robert Plant. Reuters

Hljómleikum, sem breska rokksveitin Led Zeppelin ætlaði að halda 26. nóvember, hefur verið frestað um hálfan mánuð vegna þess að Jimmy Page, gítarleikari, fingurbrotnaði. Page meiddist um síðustu helgi og hafa læknar ráðlagt honum að snerta ekki á gítarnum í að minnsta kosti þrjár vikur.

Fram kemur á heimasíðu hljómsveitarinnar, að tónleikarnir verði haldnir 10. desember.

„Mér þykir leitt að við skulum neyðast til að fresta tónleikunum. En Led Zeppelin hefur ávallt gert miklar kröfur og við teljum, að með því að fresta tónleikunum getum við uppfyllt þær gæðakröfur sem bæði hljómsveitin og aðdáendur okkar eru vanir að gera," segir Page á heimasíðunni.

20 þúsund miðar voru í boði á tónleikana og 2 milljónir freistuðu þess að kaupa. Led Zeppelin hætti árið 1980 eftir að John Bonham, trommuleikari, lést og hinir þrír hafa ekki komið fram saman á sviði í 19 ár. Jason, sonur Bonhams, mun leika á trommur á tónleikunum í desember.

Heimasíða Led Zeppelin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka