Kian Egan, söngvari í hljómsveitinni Weslife segist vera tilbúinn til þess að koma nakinn fram ef hann fái greidda eina milljón punda, 122 milljónir króna, fyrir. Að sögn Egan væri það fyrir peningana þar sem honum veiti ekki af því að bæta fjárhaginn.
Félagi Egan í Westlife, Shane Filan, er hins vegar ekki sammála og telur Filan að Egan hljóti að vera fullur sjálfstraust fyrst hann sé reiðubúinn til þess að koma nakinn fram.
Félagarnir eru hins vegar lítið hrifnir af lýtaaðgerðum og þá sérstaklega brjóstastækkunum. Telja þeir að konur eigi að sniðganga slíkar aðgerðir en ef þær kjósa að láta stækka brjóst sín þá eigi þær að gæta þess að brjóstastærðin sé í samræmi við líkamsvöxt viðkomandi. Nefna þeir Victoriu Beckham sem dæmi um konu sem hefði átt að sleppa slíkri aðgerð því brjóst hennar séu í hróplegu ósamræmi við vöxt hennar og þau minni helst á fótbolta. Kate Moss sé hins vegar kona sem sé kynþokkafull þrátt fyrir að brjós hennar séu ekki af stærstu gerð.
Írska strákabandið Westlife gefur út nýjan hljómdisk á mánudag sem nefnist Back Home.