Mills: Stella gerði mér allt til miska

Heather Mills McCartney
Heather Mills McCartney AP

Heather Mills segir Stellu Mccartney hafa gert allt til að spilla hjónabandi hennar og Bítilsins Paul McCartney en Mills tjáði sig opinberlega um skilnaðinn í bandarísku sjónvarpsþáttunum 'The Today Show', 'Good Morning America' and 'Extra' í gær.

„Það eina sem ég get sagt er það að þegar við ákváðum að skilja sagði ég við Paul: Ég verð krossfest. Þú veist af hverju við erum að skilja. Þú veist sannleikann. Aðrir þurfa ekki að vita smáatriðin en þú þarft að koma fram og segja að þú berir ábyrgð á hruni þessa hjónabands. Segir þú það mun ég ekki gera neinar kröfur þannig að skilnaðurinn mun fara friðsamlega og hljóðlega fram. Hann lofaði að gera það. Ég hef sannanir fyrir því. Hann vissi að á mig sóttu sjálfsmorðshugsanir og gerði ekki neitt."

Þá sagði hún McCartney hafa verið niðurbrotinn mann er þau kynntust og að þeirra helsta deiluefni hafi verið það hversu litla peninga hann ætti að gefa til mannúðarmála. „Ég varð ástfangin af manni ekki einum af Bítlunum. Ég varð ástfanginn af manni sem hafði gengið á eftir mér í þrjá mánuði. Fólk gleymir því að það var hann sem gekk á eftir mér. Hann var niðurbrotinn maður þegar ég hitti hann. Það vissu allir í kring um hann að hann fékkst ekki til að koma fram opinberlega. Hann hafði ekki komið fram í langan tíma. Setjist einhver niður og skoði hlutina almennilega þá mun hann sjá að ég veitti honum mikill stuðning. Ég lagði öll mitt störf, fyrir utan sjálfboðaliðastörfin, til hliðar þau sjö og hálft ár sem við vorum saman.”

Mills sagði einnig að hún sæti nú föst í bresku smáþorpi þar sem hún gæti ekki flutt til Bandaríkjanna þar sem McCartney vilji ekki að fjögurra ára dóttir þeirra tali með bandarískum hreim. Þá sagði hún Stellu, dóttur McCartneys, hafa gert sér margt til miska.

„Stella geri eitthvað í hverri viku til að reyna að eyðileggja samband okkar. Hún var svo afbrýðisöm. Vinir hennar hafa sagt mér að hún hafi ekki þolað að ég fengi allar flugvélarnar og demantana. Hún hafði engan áhuga á hamingju föður síns. Ég get ekki verndað hana lengur,” sagði hún. Mills rauf þögn sína á miðvikudag og lýsti því þá yfir að fjölmiðlaumfjöllun um hana hafi verið svo fjandsamleg að það hafi vakið með henni sjálfsmorðshugsanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka