Uppselt er á jólastórtónleikana „Jólagestir Björgvins“ sem fram fara í Laugardalshöllinni laugardaginn 8. desember. Sala hófst í morgun kl. 10 og það tók aðeins um klukkutíma að klára alla 2.500 miðana sem í boði voru, samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum tónleikanna.
Á tónleikunum kemur Björgvin þar fram ásamt landsliði söngvara, stórhljómsveit, strengjasveit og barna-, gospel- og karlakórum. Í ár eru einmitt 40 ár síðan Björgvin steig sín fyrstu spor á tónlistarsviðinu, þá sem meðlimur í hljómsveitinni Bendix. 40 ára starfsafmæli Björgvins verður sem sagt fagnað á eftirminnilegan hátt 8. desember í Laugardalshöll.
Nánari upplýsingar um tónleikana má finna hér.