Verkfall yfirvofandi í Hollywood vegna launadeilu handritshöfunda

Það verður án efa lítið að gera fyrir þessa leikara …
Það verður án efa lítið að gera fyrir þessa leikara sem og aðra í Hollywood ef handritshöfundarnir fara í verkfall á mánudag. Reuters

Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í Hollywood stendur frammi fyrir neyðarástandi því stéttarfélag handritshöfunda í draumaborginni tilkynnti í dag að höfundarnir muni hefja verkfall nk. mánudag um óákveðinn tíma.

Alls munu 12.000 meðlimir Writers Guild of America láta niður störf á mánudagsmorgun nema að samkomulag náist við framleiðendur, en deilan snýst um launakröfur og hagnaðarhlutdeild.

Handritshöfundarnir krefjast þess að hlutur þeirra í sjónvarpsþáttum sem eru seldir á DVD-diskum verði aukinn auk þess sem að greiðslufyrirkomulag vegna þátta sem eru sýndir á netinu, í farsímum og öðrum nýjum sviðum fjölmiðlunar verði bætt.

Sérfræðingar í Hollywood telja að ef verkfallið muni vara í nokkra mánuði þá megi búast við því að iðnaðurinn tapi rúmum milljarði Bandaríkjadala.

Á forsíðu kvikmyndatímaritsins Variety í dag, sem hefur verið kölluð biblía kvikmyndaiðnaðarins, mátti lesa fyrirsögnina „Apocalypse Now“, þar sem vísað er í fræga kvikmynd Francis Ford Coppola.

Þá er talið að ákvörðun handritshöfundanna muni leiða til keðjuverkunar innan kvikmyndaiðnaðarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir