Verkfall yfirvofandi í Hollywood vegna launadeilu handritshöfunda

Það verður án efa lítið að gera fyrir þessa leikara …
Það verður án efa lítið að gera fyrir þessa leikara sem og aðra í Hollywood ef handritshöfundarnir fara í verkfall á mánudag. Reuters

Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í Hollywood stendur frammi fyrir neyðarástandi því stéttarfélag handritshöfunda í draumaborginni tilkynnti í dag að höfundarnir muni hefja verkfall nk. mánudag um óákveðinn tíma.

Alls munu 12.000 meðlimir Writers Guild of America láta niður störf á mánudagsmorgun nema að samkomulag náist við framleiðendur, en deilan snýst um launakröfur og hagnaðarhlutdeild.

Handritshöfundarnir krefjast þess að hlutur þeirra í sjónvarpsþáttum sem eru seldir á DVD-diskum verði aukinn auk þess sem að greiðslufyrirkomulag vegna þátta sem eru sýndir á netinu, í farsímum og öðrum nýjum sviðum fjölmiðlunar verði bætt.

Sérfræðingar í Hollywood telja að ef verkfallið muni vara í nokkra mánuði þá megi búast við því að iðnaðurinn tapi rúmum milljarði Bandaríkjadala.

Á forsíðu kvikmyndatímaritsins Variety í dag, sem hefur verið kölluð biblía kvikmyndaiðnaðarins, mátti lesa fyrirsögnina „Apocalypse Now“, þar sem vísað er í fræga kvikmynd Francis Ford Coppola.

Þá er talið að ákvörðun handritshöfundanna muni leiða til keðjuverkunar innan kvikmyndaiðnaðarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup