Bono segir Blair hafa óttast samlíkingu við Chamberlain

Tony Blair.
Tony Blair. AP

Bono hefur gagnrýnt Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, harkalega fyrir innrásina í Írak. Bono segist telja að það hafi ráðið gerðum Blair að hann hafi óttast að vera talinn veikgeðja líkt og Neville Chamberlain, fyrrum ráðherra Bretlands.

"Ég held að maður sem hugsar jafn rökrétt og Tony Blair hafi liti í kring um sig og reynt að forðast að láta líkja sér við Neville Chamberlain, sem kom af fundi með Hitler með bréfsnifsi sem á stóð „friður á okkar tímum” á sama tíma og Hitler var að undirbúaárás yfir sundið frá Frakklandi,” segir hann í viðtali við tímaritið Rolling Stone

„Það hlaut að fara illa. Ég man eftir fyrstu stundunum eftir að mesta áfallið og undrunin voru liðin hjá. Ég horfði á þetta heima hjá mér með eiginkonu minni Ali og sagði: Þetta fólk hefur bara falið byssurnar í kjöllurunum, farið úr búningunum og út á götur með bandaríska fánann. Þeim var sagt að gera það. Þau vissu að þetta var í aðsigi og hvað þau voru að gera.”

Hann segist þó hafa fullan skilning á þörfinni fyrir baráttu gegn hryðjuverkum. „Ég vil hafa þetta alveg á hreinu. Ég skil og er sammála greiningu vandans. Það er fyrir hendi yfirvofandi hætta sem birtist hvað skýrast þann 11. september. Þetta er hætta sem er jafn ógnandi og Stalínisminn og þjóðernisfélagshyggjan voru. Við megum ekki láta eins og hún sé ekki til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir