Duran Duran og Justin Timberlake í eina sæng

Simon LeBon segir sig og félaga sína í Duran Duran …
Simon LeBon segir sig og félaga sína í Duran Duran hafa lært ýmislegt af Justin Timberlake. Reuters

Bresku poppararnir í Duran Duran vinna nú að gerð 13. hljóðversplötu sinnar, sem ber heitið Red Carpet Massacre og í þetta sinn njóta þeir aðstoðar bandaríska popparans Justin Timberlake og upptökustjórans Timbaland.

Félagarnir Simon LeBon, Nick Rhodes, John Taylor og Roger Taylor segja að þeir geti ávallt lært eitthvað nýtt þrátt fyrir að rúmur aldarfjórðungur sé liðinn frá því fyrsta plata sveitarinnar var gefin út. Nýja platan á að koma út í Bandaríkjunum 13. þessa mánaðar og þann 19. í Bretlandi.

„Það sem þeir hafa kennt okkur er að þú verður að vera fljótur og að fyrsta hugmyndin þín er oftast sú besta. Við höfum gert þó nokkrar plötur í gegnum tíðina og var framleiðsluferlið hefur bæði verið mjög langt og kvalarfullt,“ sagði trymbillinn Roger Taylor í viðtali við Reuters-fréttastofuna.

Timberlake bæði söng og sá um upptökur á fyrstu smáskífuna sem ber heitið „Falling Down“. Timothy „Timbaland“ Mosley sá um upptökustjórn á og syngur á þremur lögum. Duran Duran sá um upptökustjórn á átta lögum með Nate „Danja“ Hills, en hann vann t.a.m. að gerð nýjustu plötu Britney Spears.

„Þetta er alvöru samstarfsverkefni og við höfum í raun aldrei samið tónlist með jafn mörgum tónlistarmönnum og við gerum nú,“ sagði hljómborðsleikarinn Nick Rhodes.

Simon LeBon, söngvarin Duran Duran, segir að hljómsveitin sé ávallt að horfa fram á við og fylgjast með nýrri tónlist. Hljómsveitin hefur selt yfir 85 milljónir hljómplatna um allan heim og meðlimir hennar eru nú á fimmtugsaldri.

„Við eigum það til að fylgjast með öðrum listamönnum sem eru að gera það gott í dag og búa til frábærar plötur, og bæði Timbaland og Justin Timberlake hafa verið í fremstu röð undanfarin ár,“ sagði LeBon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar