Bandarískir lögreglumenn móðga Ozzy Osbourne

Ozzy Osbourne er ekki sáttur.
Ozzy Osbourne er ekki sáttur. AP

Rokkarinn Ozzy Osbourne segir aðgerðir lögreglumanna í Bandaríkjunum hafa svert orðspor sitt. Málið snýst um teiti sem átti að hafa verið skipulagt í bænum Fargo í Norður-Dakota í nafni rokkarans. Komið hefur í ljós að teitið hafi ekki verið neitt annað en lögregluaðgerð þar sem lögreglumenn handtóku eftirlýsta glæpamenn.

Alls fengu fimm hundruð manns boðskort, en allir þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að gefin hefur verið út handtökutilskipun á hendur þeim. Yfir 30 manns mættu í „teitið“, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Osbourne segir að það hafi verið móðgandi að lögreglan hafi notað nafn hans í þessum tilgangi. Lögreglan heldur því hinsvegar fram að þetta hafi verið hugmyndarík leið í barátunni við glæpi.

Ástæðan fyrir því að lögreglan notaði nafn rokkarans er sú að hann hélt að halda tónleika skammt frá þar sem meint teiti átti að vera.

Lögreglustjórinn Paul Laney segist ekki hafa ætlað að sýna Osbourne vanvirðingu. Þetta hafi aðeins verið hugmyndarík aðferð hjá lögreglunni. Þá segir hann að allir sem hafi mætt í teitið hafi verið handteknir.

Osbourne er hinsvegar ekki sáttur við þessar nýju löggæsluaðferðir.

„Í stað þess að boða til blaðamannafundar þar sem hann klappar sjálfum sér á bakið þá ætti Laney lögreglustjóri að biðjast afsökunar á því að nota mitt nafn í tengslum við þessar handtökur,“ sagði Osbourne.

„Þetta móðgar bæði mig og aðdáendur mína og þetta sýnir hvað þessi tiltekni lögreglustjóri er latur þegar kemur að því að sinna vinnunni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir