Julia Roberts nýtur lífsins

Julia Roberts
Julia Roberts MARIO ANZUONI

Leikkonan Julia Roberts er ánægð með lífið og segist njóta þess að vera í fullri vinnu sem móðir og eiginkona. Í viðtali við tímaritið Vanity Fair segir hún að hana dreymi um að koma á hringrás þar sem hún rækti sjálf það sem hún eldi. Það sem til fellur fari í safnhauga sem síðan verði að jarðvegi og ræktunin heldur síðan áfram þar.

Roberts og eiginmaður hennar, Danny Moder, eiga tveggja ára tvíbura og dreng sem fæddist í júní. Hún segist ekki ætla að eiga fleiri börn en Roberts er fertug að aldri. Hún segir að hún njóti þess að vera með börnum sínum en um leið efist hún um að hún hafi orku í að ala fleiri börn upp og njóta samvista við þau á sama tíma.

Julia Roberts segir að það að hafa gifst Moder árið 2002 hafi verið besta ákvörðun í lífi hennar. Ekki eins og það hafi verið meðvituð ákvörðun heldur hafi hún vitað að hann væri sá eini rétti. Þetta kemur fram í desember útgáfu Vanity Fair sem kemur út þann 13. nóvember.

Roberts, sem fékk Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Erin Brockovich, mun næst sjást á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Charlie Wilson's War sem verður frumsýnd á jóladag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup