Oprah Winfrey grípur til aðgerða

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey segist vera miður sín vegna ásakana um að misnotkun hafi átt sér stað í stúlknaskóla sem hún rekur í Suður-Afríku. Winfrey segist hún hafa gripið til aðgerða vegna málsins.

Virginia Mokgobo, sem starfaði við Oprah Winfrey Leadership Academy, sem er skammt frá Jóhannesarborg, hefur verið leidd fyrir dómara og ákærð fyrir ofbeldisverk og misnotkun.

Winfrey hefur sagt opinberlega frá því að hún hafi orðið fyrir misnotkun sem barn og hefur hún barist gegn misnotkun í Bandaríkjunum. Spjallþáttastjórnandinn segir að unnið sé að því að „taka til“ í skólanum.

Mokgobo, sem er 27 ára, var forstöðukona heimavistar skólans. Hún var handtekin í síðustu viku sökuð um ofbeldisverk og misnotkun. Henni var sleppt gegn greiðslu lausnargjalds og er henni gert að mæta fyrir dómara 13. desember nk.

Lögreglan hefur tekið skýrslur af a.m.k. sjö stúlkum sem halda því fram að þær hafi verið misnotaðar af Mokgobo.

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir