Vogue útnefnir Bretadrottningu sem eina af glæsilegustu konum heims

Elísabet Bretadrottning fær tvo þumla upp hjá Vogue.
Elísabet Bretadrottning fær tvo þumla upp hjá Vogue. Reuters

Elísabet Bretadrottning er ein af 50 glæsilegustu konum heims samkvæmt lista sem tískutímaritið Vogue hefur birt. Bretadrottning, sem er 81s árs gömul, er í hópi ofurfyrirsætna á borð við Kate Moss og Naomi Campell.

Glæsileiki spyr ekki um aldur samkvæmt Vogue og ljóst þykir að stíll drottningarinnar eigi upp á pallborðið hjá þeim sem eru með puttann á tískupúlsinum.

„Þetta er mikið hrós. Hún er afar hagnýt þegar kemur að því að velja föt og þá hefur hún mjög gott skynbragð á hvað sé viðeigandi hverju sinni,“ sagði talskona Buckingham-hallar er hann var spurður út í lista Vogue.

„Í þessum mánuði verður hún fyrsti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem fagnar demantsbrúðkaupsafmæli og í næsta mánuði verður hún elsti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem enn er við völd,“ bætti talskonan við.

Heitustu fyrirsætur dagsins í dag eru sagðar hafa lýst yfir hrifningu sinni að drottningunni. Þá herma fréttir að Kate Moss hafi eitt sinn sagt við Bretadrottningu, er hún var stödd við móttöku í Buckingham-höll, að: „Ég elska fötin sem þú gengur í. Tískuskynbragð þitt er frábært.“

Fréttavefur Reuters greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar