Rokkarinn Meat Loaf hefur aflýst öllum tónleikum á hljómleikaferð sinni um Evrópu. Söngvarinn, sem er sextugur, gekk út af miðjum tónleikum vegna veikinda fyrir fáeinum dögum og sagði þá að tónleikarnir yrðu sínir síðustu.
Alls er um ellefu tónleika að ræða í og segir söngvarinn ástæðuna þá að hann sé með blöðrur á raddböndum sem skera þurfi upp. Tilkynnt var eftir að Meat Loaf gafst upp á tónleikunum í Newcastle á dögunum að hann þjáðist af ofþreytu og streitu.
Söngvarinn breiði sagðist svo, þrátt fyrir orð sín nokkrum dögum áður, vilja itreka áður en sögusagnir færu á kreik að hann væri hvergi nærri hættur störfum sem tónlistarmaður og að hann hyggðist halda áfram að koma fram á tónleikum.