Það virðist enginn pottur fullur af gulli leynast við enda regnbogans ef marka má þá tilraun hljómsveitarinnar Radiohead að leyfa fólki að ráða hvort það greiði fyrir niðurhal á nýjustu plötu sveitarinnar, In Rainbows. Um 2/3 þeirra sem höluðu plötunni niður greiddu ekkert fyrir han, en fólk gat sjálft ákveðið verðið á henni.
Fyrirtækið ComScore greindi frá þessu í fyrradag. Um 62% notenda á heimsvísu náðu í plötuna ókeypis. Þeir sem greiddu Radiohead fyrir létu að meðaltali um 6 dollara af hendi. Um 350 krónur.