Húsrannsókn heima hjá Amy Winehouse

Amy Winehouse og eiginmaður hennar á góðri stund.
Amy Winehouse og eiginmaður hennar á góðri stund. Reuters

Breska rannsóknarlögreglan, Scotland Yard staðfesti að lögregluaðgerð stæði yfir í húsi söngkonunnar Amy Winehouse í Camden í norðurhluta London en ekki hefur fengist staðfest um hvað málið snýst. Hvorki Winehouse né eiginmaður hennar eru í húsinu og þau hafa ekki verið handtekin eða kærð.

Winehouse hefur að sögn Sky fréttastofunnar tekist á við eiturlyfjafíkn og þurft að fella niður marga tónleika fyrr á árinu vegna mikillar þreytu.

Hún og eiginmaðurinn Blake Fielder-Civil voru handtekinn í Noregi fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum og haldið yfir nótt.

Lögreglan hefur vaktað húsið hennar í dag og sést hefur til lögregluþjóna að bera dót út bakdyramegin.

Talsmaður Winehouse hefur neitað því að aðgerðir lögreglunnar beinist að fíkniefnum og ítrekaði að hún hefði ekki verið handtekin og að það væri allt í lagi með hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar