Jackson lætur neikvæða fjölmiðlaumfjöllun lítið á sig fá

Michael Jackson prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Ebony.
Michael Jackson prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Ebony. AP

Popparinn Michael Jackson segist aldrei gefa því gaum þegar fjallað er um hann á neikvæðum nótum í fjölmiðlum. Í viðtali við tímaritið Ebony sagði Jackson að hann geri sér vel grein fyrir því að hann sé þekktur fyrir að vera öðruvísi en fólk er flest. Hann segist hinsvegar ekkert vera að spá mikið í það.

„Að mínu mati er þetta vanþekking. Í flestum tilvikum byggir þetta ekki á neinum staðreyndum. Í öllu hverfum er einhver náungi sem þú sérð ekki, og þess vegna er slúðrað um hann,“ sagði Jackson.

Ástæða þess að popparinn gaf kost á sér í viðtalið er sú að 25 ár eru liðin frá útgáfu metsöluplötunnar Thriller. Jackson segir að hann hafi í raun ekki breyst mikið frá því platan kom út árið 1982.

Þrátt fyrir að hafa selt 750 milljónir platna um allan heim segir Jackson að frægðinni fylgi mikill sársauki og vanlíðan.

„Þegar þú ert upp á þitt besta, þegar þú er brautryðjandi, þá kemur fólk til þín. En ég er afar þakklátur. Þakklátur fyrir öll þessi met, söluhæstu plöturnar, alla smellina. Ég er enn þakklátur,“ sagði hann.

Jackson, sem er 49 ára, bætti því við að hann hafi það ekki í hyggju að halda áfram að skemmta þegar hann verður áttræður.

Samkvæmt tímaritinu Ebony er Jackson nú í upptökuveri með tónlistarmönnunum Kanye West og Will.I.Am. Stefnt er að því að konungur poppsins sendi frá sér nýja plötu á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar