Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Rangfærslur voru í frétt 24 stunda í dag um drykkinn Bacardi Breezer. Þar mátti skilja, að drykkurinn hefði verið seldur í 330 ml umbúðum, en þær verið minnkaðar í 275 ml án þess að verð hefði breyst. Það rétta er að drykkurinn hefur lengi verið seldur í 275 ml umbúðum hér á landi.

Í fréttinni var sagt að áfengisstyrkleiki Bacardi Breezer hefði lækkað úr 5% í 4% án þess að verð hefði lækkað. Hið rétta er að þegar áfengisstyrkleiki drykkjarins var lækkaður í ágúst 2006, lækkaði útsöluverðið jafnframt úr 305 krónum í 299. Nú hefur verðið hækkað á nýjan leik í 309 krónur fyrir flöskuna.

24 stundir biðjast afsökunar á mistökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar