Prestur handtekinn fyrir að ásækja Conan O'Brien

Spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien.
Spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien. Reuters

Prestur nokkur hefur verið handtekinn fyrir að ofsækja spjallþáttastjórnandann Conan O'Brien og hóta honum. Presturinn, sem þjónar sókn í Boston, er m.a. sakaður um að hafa sent hótunarbréf með bréfshaus kirkjunnar, hringja í foreldra O'Briens og reyna að komast inn í myndver þáttarins.

Presturinn var handtekinn í síðustu viku er hann reyndi að komast inn í myndverið þar sem verið var að taka upp spjallþáttinn ,,Late Night With Conan O'Brien" við Rockefeller torg í New York.

Þá skrifaði presturinn O'Brien þar sem hann kvartaði undan því að fá ekki að fylgjast með upptökum og spurði meðal annars; ,,er það svona sem þú kemur fram hættulegasta aðdáanda þinn?"

Bréfaskriftirnar hófust í september árið 2006 en hélt presturinn áfram að skrifa þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Hann getur átt von á allt að árs fangelsi fyrir athæfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar