Prestur nokkur hefur verið handtekinn fyrir að ofsækja spjallþáttastjórnandann Conan O'Brien og hóta honum. Presturinn, sem þjónar sókn í Boston, er m.a. sakaður um að hafa sent hótunarbréf með bréfshaus kirkjunnar, hringja í foreldra O'Briens og reyna að komast inn í myndver þáttarins.
Presturinn var handtekinn í síðustu viku er hann reyndi að komast inn í myndverið þar sem verið var að taka upp spjallþáttinn ,,Late Night With Conan O'Brien" við Rockefeller torg í New York.
Þá skrifaði presturinn O'Brien þar sem hann kvartaði undan því að fá ekki að fylgjast með upptökum og spurði meðal annars; ,,er það svona sem þú kemur fram hættulegasta aðdáanda þinn?"
Bréfaskriftirnar hófust í september árið 2006 en hélt presturinn áfram að skrifa þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Hann getur átt von á allt að árs fangelsi fyrir athæfið.