Vinsælast að lofa endurkomu að hætti Tortímandans

Tortímandinn sló í gegn með þriggja orða línu.
Tortímandinn sló í gegn með þriggja orða línu. Reuters

Arnold Schwarzenegger á vinsælustu setninguna úr kvikmyndasögunni. Loforð hans um að snúa aftur í kvikmyndinni Tortímandanum er samkvæmt könnun sem vefsíða bresku kvikmyndastofnunarinnar gerði meðal 2000 kvikmyndaáhugamanna langvinsælasta setninginn sem fólk notar dags daglega.

Schwarzenegger sagði I’ll be back við varðstjóra á lögreglustöð og ók bíl sínum skömmu síðar inn á lögreglustöðina.

Flestir þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust nota þessa setningu við ýmsar hversdagslegar aðstæður. Í öðru sæti var lína Clark Gable í kvikmyndinni Á hverfandi hveli þar sem hann lýsir einlægu áhugaleysi sínu með orðunum Frankly my dear, I don’t give a damn. Geislaðu mig upp Scotty er í þriðja sæti þó að hún hafi aldrei verið notuð í neinum Star Trek þætti eða kvikmynd.

1. „I'll be back." (The Terminator)
2. „Frankly, my dear, I don't give a damn." (Á hverfanda hveli)
3. „Beam me up, Scotty." (Star Trek)
4. „May the force be with you." (Stjörnustríð)
5. „Life is like a box of chocolates." (Forrest Gump)
6. „You talking to me?" (Taxi Driver)
7. „Show me the money." (Jerry Maguire)
8. „Do you feel lucky, punk?" (Dirty Harry)
9. „Here's looking at you, kid." (Casablanca)
10. „Nobody puts Baby in the corner." (Dirty Dancing)

Fróðlegt væri að láta gera könnun sem þessa meðal Íslendinga og athuga hvort þeir taki sér ódauðlegar setningar úr íslenskum kvikmyndum í munn. Til dæmis kemur setninginn Þungur hnífur úr kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar upp í hugann en hún slær meira að segja Schwarzenegger út í orðafjölda.

Trúlegast eru fáir sem nota Þetta er búið Kiddi úr kvikmyndinni Foxtrott.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar