Kristján er með tónleikabakteríuna

Kristján Kristjánsson er gjarnan kallaður Kiddi rokk í daglegu tali, því hann veit ekkert skemmtilegra en að fara á rokktónleika. Hann sér Black Sabbath á laugardagskvöld, og með þeim syngur Ronnie James Dio, en þetta er sama útgáfa sveitarinnar og spilaði á Skagarokki um árið, þar sem Kiddi var að sjálfsögðu líka. Þetta er ekki fyrsta ferð Kidda rokk til útlanda á tónleika á árinu því hann skellti sér á Rush og Dream Theater fyrr á árinu.

„Þar var mjög gamall draumur að rætast. Þetta var svona prog-rokkferð dauðans" segir Kiddi og hlær. Kiddi fór fyrstu ferðina sína árið 1983 á rokkhátíð á Englandi og sá þá meðal annars hljómsveitirnar Whitesnake, ZZ Top og Meatloaf, en sama ár sá hann einnig Black Sabbath í fyrsta skipti, þá með söngvaranum Ian Gillan innanborðs.

„Ég tók mér smá hlé frá tónleikaferðunum en undanfarið hefur þetta verið að aukast aftur og geri ég ráð fyrir því að fara einu sinni til tvisvar á ári, það sem eftir er!"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir