Prince deilir við aðdáendur sína á netinu

Prince deilir við aðdáendur sem nota ósamþykktar myndir til skreytinga …
Prince deilir við aðdáendur sem nota ósamþykktar myndir til skreytinga á vefsíðum sínum. Reuters

Prince á nú í viðræðum við aðdáendur sína eftir að hafa hótað lögsóknum á hendur aðstandendum vefsíðna sem tileinkaðar eru honum. Prince hafði farið fram á að ljósmyndir af honum væru fjarlægðar frá aðdáendavefsíðunum.

Í tilkynningu frá söngvaranum kemur fram að hann hafi ekki verið að reyna að refsa aðdáendunum heldur að reyna að sjá til þess að Prince-aðdáendur fái gæðatónlist og gæðamyndir.

Aðdáendaklúbbarnir segjast vongóðir um að lausn fáist á þessu máli en segjast jafnframt reiðubúnir til að fara í hart ef viðræður gangi ekki.

Aðdáendaklúbbarnir voru hissa á að Prince skyldi senda frá sér tilkynningu til fjölmiðla um málið þar sem þeir héldu að viðræður stæðu yfir og bættu við að myndirnar sem hann vill láta fjarlægja séu ekki seldar á vefsíðunum og því hvorki verið að misnota listamanninn né heldur neytendur eins og Prince hafði haldið fram í tilkynningu sinni.

Þetta kom fram á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar