Tvennir aukatónleikar hjá Björgvini Halldórssyni

Björgvin Halldórsson
Björgvin Halldórsson mbl.is/Árni Sæberg

Vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum á tónleika Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, hefur verið ákveðið að bæta við tvennum aukatónleikum, samkvæmt upplýsingum frá tónleikahöldurum. Seldist upp á tónleikana á hálftíma þegar miðar voru settir í sölu í síðustu viku.

„Fjölmargir þurftu frá að hverfa miðalausir og með sárt ennið og síðan þá hefur verið sívaxandi þrýstingur frá almenningi, hópum og fyrirtækjum um að halda aukatónleika. Fyrirspurnum hefur rignt yfir okkur og síðustu daga hafa lætin verið ótrúleg," segir í tilkynningu.

Fyrri aukatónleikarnir verða haldnir 8. desember kl. 16 og seinni aukatónleikarnir verða daginn eftir, sunnudaginn 9. desember kl. 20. Sala á báða aukatónleikana hefst fimmtudaginn 15. nóvember kl. 10. Miðasala fer fram á Miði.is, í verslunum Skífunnar í Reykjavík og verslunum BT úti á landsbyggiðinni. Kosta miðarnir 6900-7900 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir