Eiginmaður Amy Winehouse handtekinn

Blake Fielder-Civil og Amy Winehouse í Los Angeles á góðri …
Blake Fielder-Civil og Amy Winehouse í Los Angeles á góðri stund. Reuters

Blake Fielder-Civil eiginmaður Amy Winehouse hefur verið kærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar ásamt öðrum manni, Anthony Kelly. Báðir eru þeir 25 ára. Fielder-Civil var færður í handjárnum á lögreglustöð í Camden í gær en báðir munu mennirnir koma fyrir dómara vegna málsins nú í morgun. Málið tengist annarri kæru um alvarlega líkamsárás sem Fielder-Civil og Michael Brown nokkur 39 ára eru sakaðir um frá því í lok júní á þessu ári.

Myndir af Winehouse að kyssa Fielder-Civil er hann var leiddur að heimann í handjárnum hafa birst í Daily Mirror og dagblaðið The Sun hefur eftir Georgette Civil tengdamóður Winehouse að Amy Winehouse sé í miklu uppnámi vegna þessa og muni standa með sínum manni hvað sem á dynji.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar