Guðni, Davíð og Baugur

Guðni og Sigmundur Ernir sem ritar ævisögu Guðna
Guðni og Sigmundur Ernir sem ritar ævisögu Guðna

Í ævi­sögu Guðna Ágústs­son­ar sem kem­ur út eft­ir nokkra daga rek­ur formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins upp­haf fjöl­miðladeil­unn­ar frægu eins og hún kem­ur hon­um fyr­ir sjón­ir. Þegar Davíð Odds­son lagði óvænt fram fjöl­miðlafrum­varp í rík­is­stjórn hnykkti fram­sókn­ar­mönn­um nokkuð við. Guðni Ágústs­son lýs­ir sam­skipt­um sín­um og Davíðs Odds­son­ar for­sæt­is­ráðherra á rík­is­stjórn­ar­fund­in­um í apríl á þá leið að sjálf­ur hafi hann spurt: „Greini ég það rétt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé að rísa gegn skap­ara sín­um - sjálfu frels­inu - og er það jafn­framt rétt­mæt álykt­un mín að verði frum­varp þetta að lög­um, þá verði bæði Kári Stef­áns­son og Baug­ur að fara út úr Stöð tvö?"

Davíð kvað það rétt ályktað seg­ir í ævi­sögu Guðna og jafn­framt er því bætt við að vel hafi legið á for­sæt­is­ráðherr­an­um þegar hann upp­lýsti þetta og ekki hafi verið annað á Davíð að heyra en að hon­um fynd­ist þetta sjálfsagt og eðli­legt. Guðni fer ýt­ar­lega yfir fjöl­miðlamálið í ævi­sögu sinni eins og það kom land­búnaðarráðherra Fram­sókn­ar­flokks­ins fyr­ir sjón­ir að tjalda­baki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir