Heldur uppi stuði á NBA-leikjum

Illugi Magnússon
Illugi Magnússon

Illugi Magnússon ólst upp í Bandaríkjunum og er nú einn vinsælasti plötusnúðurinn þar vestra en hann gengur jafnan undir nafninu DJ PLATURN. Hann mun koma fram á klúbbnum The Beatles Revolution á hinu fornfræga Mirage-hóteli í Las Vegas, en klúbburinn er rekinn af sjálfum Sólarsirkusnum, Cirque du Soleil.

„Það er mikill heiður að fá að koma þarna fram því þessi klúbbur þykir með þeim fínni í bransanum. Þema hans eru Bítlarnir og þarna byrjaði Love-sýningin sem unnin var með George Harrison. Við í Oakland Faders fáum samt að gera okkar hluti, sem er svolítið annað en þekkist í Vegas, því skemmtanalífið þar er í raun bara iðnaður, svolítið þvingaður og sálarlaus. Við gerum hins vegar nokk meira en að skipta bara um plötur og ýta á „play", við látum öllum illum látum og fáum fólk alltaf til að dansa," segir Illugi.

Oakland Faders munu koma fram mánaðarlega á klúbbnum frá og með nýárshelginni. En Illugi spilar einnig reglulega í NBA-deildinni, þó ekki körfubolta.

„Ég hef verið að halda uppi stuðinu á NBA-leikjum á mínum heimaslóðum í Oakland þar sem mínir menn í Golden State Warriors keppa. Ég er mikill körfuboltaaðdáandi og spilaði mikið sjálfur, sérstaklega þegar ég var yngri."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar