Hélt að Cameron væri pípari að atvinnu

Kate Moss.
Kate Moss. AP

Leiðtogi Íhaldsflokksins á Bretlandi, David Cameron, hefur upplýst að fyrirsætan Kate Moss hafi beðið um símanúmer hans. En það var einungis til þess að fá hann í pípulagningavinnu þar sem hún hélt að hann væri pípulagningamaður að atvinnu.

Cameron var kynntur fyrir Moss í góðgerðarboði á vegum Philip Green, eiganda Top Shop. Cameron hafði ekki hugmynd um hvað hann ætti að spjalla um við fyrirsætuna svo hann endaði með því að ræða um skemmdir vegna flóða og pípulagnir, samkvæmt frétt á vef Sky.

Segist Cameron hafa haldið áfram að ræða pípulagnir þar til fyrirsætan sagði við hann „Guð þú hljómar eins og afar þýðingarmikill maður, get ég fengið símanúmerið þitt?".

Að sögn Cameron fór hann aftur að borði sínu í boðinu og sagði að góðu fréttirnar eru þær að ég hitti Kate Moss og hún bað mig um símanúmerið mitt. Slæmu fréttirnar eru þær að að hún heldur að ég starfi við pípulagnir. Þetta kom fram í máli Cameron í spjallþætti Michael Parkinson.

David Cameron
David Cameron Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Þótt í mörg horn sé að líta skaltu ekki gleyma að sinna þeim sem standa þér næstir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Guðrún frá Lundi