Þrjár stórverslanir opnaðar í Garðabæ á tveimur dögum

Röð myndaðist fyrir dótabúð sem opnaði í morgun í Garðabæ
Röð myndaðist fyrir dótabúð sem opnaði í morgun í Garðabæ mbl.is/Sverrir

Tvær nýjar stórverslanir, Just4Kids og Dýraríkið, voru opnaðar í sama húsi við Miðhraun í Garðabæ í morgun. Í gær opnaði BYKO stórverslun í Kauptúni í næsta nágrenni. Fyrir voru á því svæði stórverslanirnar IKEA, MAX og Bónus.

Viðskiptavinir voru farnir að safnast fyrir framan við nýju leikfanga- og barnaverslunina Just4Kids tveimur tímum fyrir opnun, að sögn Elíasar Þorvarðarsonar framkvæmdastjóra. Þeirra á meðal var Gabríel Davíð Hjálmarsson 11 mánaða.

Elías átti von á að tugir þúsunda gesta kæmu á svæðið um helgina.

Verslun Dýraríkisins mun vera ein sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Gunnar Vilhelmsson, eigandi Dýraríkisins, sagði að viðskiptavinir hefðu strax tekið vel við sér við opnun búðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir