Dennis Quaid og frú eignuðust tvíbura sem önnur kona gekk með

Dennis og Kimberley á góðri stund en þau fengu tvíbura …
Dennis og Kimberley á góðri stund en þau fengu tvíbura fyrir helgi. AP

Dennis Quaid og eiginkona hans Kimberley tóku á móti nýfæddum tvíburunum Thomas Boone Quaid og Zoe Grace Quaide síðast liðinn fimmtudag á heimili sínu í Santa Monica í Kaliforníu. Dennis og Kimberley eru blóðforeldrar tvíburanna sem önnur kona gekk með fyrir þau.

Thomas vó um 3 kíló og systir hans var 2,5 kíló.

„Guð hefur blessað okkur,” sögðu hinir nýbökuðu foreldrar í tilkynningu til fjölmiðla.

Quaid sem er 53 ára á fyrir soninn Jack Henry Quaid frá fyrra hjónabandi sínu með Meg Ryan. Quaid og Kimberley Buffington voru gefin saman 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar