Kylie Minogue óttast að veikjast á ný

Kylie Minogue
Kylie Minogue Reuters

Ástralska söngkonan Kylie Minogue óttast að brjóstakrabbameinið taki sig upp aftur en hún greindist með krabbamein í maí 2005. Hún hóf að koma fram opinberlega á tónleikum í lok síðasta árs en nýverið hætti hún við áform sín um að fara í hljómleikaferð um heiminn á næsta ári. Læknar vöruðu söngkonuna við því að slíkt ferðalag gæti haft alvarleg áhrif á heilsu hennar.

Í viðtali við breska tímaritið Style segist hún vera að endurskoða líf sitt þessa dagana og leiti út fyrir stórborgina Lundúnir í þeim tilgangi.

Minogue vísar á bug orðrómi um að hún og Olivier Martinez hafi tekið upp ástarsamband á ný en tekur fram að hann hafi reynst henni mjög vel í veikindunum. Hins vegar sé sambandi þeirra lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir