Bikíníklædd Beyonce veldur uppnámi í Las Vegas

Söngkonan Beyonce Knowles
Söngkonan Beyonce Knowles AP

Þótt Las Vegas sé síst þekkt fyrir siðsemi eða íhaldssemi borgarbúa eða gesta þá láta íbúar þar í borg ekki bjóða sér hvað sem er. Íbúar í hverfi einu hafa hafið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að auglýsingaskilti, sem sýnir söngkonuna Beyonce á bikíní-sundfötum einum klæða, verði fjarlægt hið fyrsta.

Um hundrað íbúar hafa skrifað undir áskorun þar sem þess er krafist að skiltið verði fjarlægt, og hefur fréttavefur tónlistartímaritsins NME eftir einni ömmunni að skiltið sé ósiðlegt og að barnabörn hennar eigi ekki að þurfa að horfa upp á slíkar myndir, hægt sé að slökkva á sjónvarpinu, en ekki auglýsingaskiltum.

Scott Seidenstricker, framkvæmdastjóri útvarpsstöðvarinnar KWNZ, sem ber ábyrgð á auglýsingunni, segir að listamaðurinn komi einfaldlega fram svona og að myndin sé hluti af kynningarherferð söngkonunnar. „Það væri því varla rétt að sýna hana í jogginggalla".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar