Thom Yorke vildi ekki vinna með McCartney

Thom Yorke hafði ekki áhuga á samstarfi við Paul McCartney
Thom Yorke hafði ekki áhuga á samstarfi við Paul McCartney AP

Tónlistarmaðurinn Paul McCartney hefur upplýst að hann hafi beðið Thom Yorke, söngvara Radiohead, um að hljóðrita með sér lag, en að Yorke hafi hafnað tilboðinu. Þetta kemur fram á vef tónlistartímaritsins NME. McCartney sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina Channel 4 að hugmyndin hafi orðið til þegar dóttir hans var að setja saman plötu. Yorke neitaði og sagðist ekki vilja vinna að tónlist annarri en sinni eigin og með hljómsveit sinni.

Yorke gaf út plötuna The Eraser á síðasta ári og plötuna In Rainbows með Radiohead fyrr í mánuðinum. Yorke hefur þó ekki alltaf verið á þeirri skoðun að samstarf með öðrum henti illa því hann hljóðritaði lagið This Mess We're In með söngkonunni P.J. Harvey árið 2000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar