Brad Pitt og Angelina Jolie keyptu sér eyju

Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie.
Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie. AP

Leikarahjónin Brad Pitt og Angelia Jolie hafa keypt manngerða eyju sem er skammt undan ströndum Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Eyjan, sem er í laginu eins og Eþíópía, er hluti af glæsihverfi sem er þar í uppbyggingu.

Hjónin hyggjast nýta eyjuna í þeim tilgangi að vekja athygli á umverfismálum og hvetja fólk til þess að lifa vistvænna lífi. Frá þessu greindi dagblaðið Emirates Today í dag.

Kaup Pitt og Jolie er hluti af 300 eyjum sem líta út eins og heimskortið. Eyjarnar eru smátt og smátt að líta dagsins ljós við strendur Persaflóaríkisins.

Fulltrúar leikaranna í Bandaríkjunum auk annarra traustra heimildarmanna hafa staðfest kaupin. Ríkisfyrirtækið Nakheel, sem býr til eyjarnar, hefur hinsvegar neitað að tjá sig nokkuð um kaupin við fjölmiðla.

Tveggja ára gömul dóttir þeirra Pitts og Jolie, Zahara, fæddist í Eþíópíu. Meðal annarra þekktra einstaklinga sem eru sagðir hafa fjárfest í eyju er kaupsýslumaðurinn Richard Branson og söngvarinn Rod Stewart.

Eyjurnar eru sagðar kosta á bilinu sex til 36 milljónir dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar