Brad Pitt og Angelina Jolie keyptu sér eyju

Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie.
Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie. AP

Leik­ara­hjón­in Brad Pitt og Ang­elia Jolie hafa keypt mann­gerða eyju sem er skammt und­an strönd­um Dubai í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. Eyj­an, sem er í lag­inu eins og Eþíópía, er hluti af glæsi­hverfi sem er þar í upp­bygg­ingu.

Hjón­in hyggj­ast nýta eyj­una í þeim til­gangi að vekja at­hygli á um­verf­is­mál­um og hvetja fólk til þess að lifa vist­vænna lífi. Frá þessu greindi dag­blaðið Emira­tes Today í dag.

Kaup Pitt og Jolie er hluti af 300 eyj­um sem líta út eins og heimskortið. Eyj­arn­ar eru smátt og smátt að líta dags­ins ljós við strend­ur Persa­flóa­rík­is­ins.

Full­trú­ar leik­ar­anna í Banda­ríkj­un­um auk annarra traustra heim­ild­ar­manna hafa staðfest kaup­in. Rík­is­fyr­ir­tækið Nak­heel, sem býr til eyj­arn­ar, hef­ur hins­veg­ar neitað að tjá sig nokkuð um kaup­in við fjöl­miðla.

Tveggja ára göm­ul dótt­ir þeirra Pitts og Jolie, Za­hara, fædd­ist í Eþíóp­íu. Meðal annarra þekktra ein­stak­linga sem eru sagðir hafa fjár­fest í eyju er kaup­sýslumaður­inn Rich­ard Bran­son og söngv­ar­inn Rod Stew­art.

Eyj­urn­ar eru sagðar kosta á bil­inu sex til 36 millj­ón­ir dala.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Samræður við vini og nána félaga koma að gagni í dag, sérstaklega um afmörkuð málefni. Mundu bara að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son