Foreldrar snúa aftur í kvikmyndahúsin

Nína Dögg Filippusdóttir tók við Eddu þegar Foreldrar vann sem …
Nína Dögg Filippusdóttir tók við Eddu þegar Foreldrar vann sem kvikmynd ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvikmyndahús SAM-bíóa hafa tilkynnt að vegna fjölda áskorana verði kvikmyndin Foreldrar eftir Ragnar Bragason tekin aftur til sýningar þar sem hún hlaut svo góðar viðtökur og mörg verðlaun á Eddunni, verðlaunahátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar eða sex talsins.

Myndin var valin kvikmynd ársins, Ragnar Bragason leikstjóri ársins, Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona ársins og Ingvar E. Sigurðsson leikari ársins. Handrit myndarinnar Foreldrar var valið handrit ársins og Bergsteinn Björgúlfsson hlaut Edduna fyrir kvikmyndun á Foreldrum.

Foreldrar er sýnd í SAM-bíóunum í Reykjavík og Akureyri, en sýningafjöldi er takmarkaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar