Banderas vildi vera kona ... í einn dag

Antonio Banderas.
Antonio Banderas. AP

Antonio Banderas myndi vilja vera kona í einn dag til að öðlast betri skilning á reynsluheimi kvenna. Frá þessu greindi hann á blaðamannafundi í Sofíu í dag, en hann er ásamt Morgan Freeman í Búlgaríu við tökur á nýrri kvikmynd.

„Ég vildi vera kona, bara til að prófa það og kannski öðlast dýpri skilning á þeim,“ sagði Banderas er hann var spurður hvort hann vildi vera einhver annar en hann væri. „En ég veit ekki hvaða kona ... kannski Mimi, bara til að átta mig á því við hvað hún á að etja dags daglega,“ bætti hann við og skírskotaði til leikstjóra myndarinnar, Mimi Leder.

Freeman sagðist aftur á móti ekki hafa áhuga á að vera annar en hann væri. „Ég hef mína eigin djöfla að draga,“ sagði hann.

Myndin sem þeir eru að gera heitir The Code og fjallar um tvo þjófa sem stela dýrmætum Faberge eggjum frá rússneskum safnara og komast í kjölfarið í kast við rússnesku mafíuna og bandarísku lögregluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan