Vinsælu veitingahúsi í New York lokað vegna nagdýra

Frrrozen Haute Chocolate eftirrétturinn dýri.
Frrrozen Haute Chocolate eftirrétturinn dýri. Reuters

Heilbrigðisyfirvöld í New York lokuðu í gær vinsælum veitingastað þar í borg, Serendipity-3, eftir að staðurinn hafði í annað sinn á einum mánuði fengið falleinkunn í heilbrigðismálum. Eftirlitsmaður sá þar mús og músaskít, ávaxtaflugur og húsflugur og yfir eitt hundrað káta kakkalakka.

Í bæði skiptin sem yfirvöld könnuðu staðinn kom í ljós eitt og annað athugavert, meðal annars fúlnað vatn í kjallaranum.

Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda, og fólk hefur staðið í biðröðum við hann klukkustundum saman. Er staðurinn hvað frægastur fyrir viðhafnareftirrétti eins og til dæmis „Frrrozen Haute Chocolate,“ sem kostar litla 25.000 dollara. Í honum er fyrsta flokks kakó, ætt gull og truffla. Heimsmetabók Guinness hefur staðfest að þetta sé dýrasti eftirréttur í heimi.

Staðurinn hefur einnig boðið upp á ísrétt sem kostar þúsund dollara og þarf að panta með tveggja sólarhringa fyrirvara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar