Angelina Jolie "gekk af göflunum"

Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie.
Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie. AP

Fregnir herma að Angelina Jolie sé bálvond eftir að hún frétti að Jennifer Aniston muni eyða þakkargjörðarhelginni með móður Brads Pitt. Mun Angelina hafa "gengið af göflunum" þegar hún komst að því að mamma Brads, Jane, hafði boðið Aniston heim til sín í Missouri um þarnæstu helgi.

Haft er eftir heimildamanni að þegar Angelina frétti af heimboðinu hafi hún öskrað á Brad: "Nú er nóg komið! Við verðum hér í Los Angeles. Þetta er svo vinsamlegt hjá þeim að það er sjúklegt!"

Breska tímaritið Star hefur ennfremur eftir heimildamanni: "Þegar Angelina komst að þessu gekk hún hreinlega af göflunum. Henni finnst að Jane sé að viðhalda laumulegum vinskap við Jennifer. En Brad er búinn að segja Angelinu að móðir hans megi gera það sem henni sýnist og engum komi það við."

Jennifer og Brad skildu fyrir tveimur árum, en móðir hans hefur haldið góðu sambandi við tengdadótturina fyrrverandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar