"Bóksalinn í Kabúl" gefur út bók

Bókabúð Rais í Kabúl.
Bókabúð Rais í Kabúl. AP

Bók­sal­inn frægi í Kabúl, sem norska blaðakon­an Asne Seier­stad gerði heimsþekkt­an með því að skrifa bók um hann og fjöl­skyldu hans, hef­ur nú sjálf­ur gefið út bók þar sem hann bregst harka­lega við bók Seier­stads og sak­ar hana um að breiða út lyg­ar um hann og að hafa mis­notað gest­risni hans og vináttu.

Bók­sal­inn heit­ir Shah Mohammad Rais. Seier­stad heim­sótti hann á heim­ili hans í Kabúl, höfuðborg Af­gan­ist­ans, í fe­brú­ar 2002, skömmu eft­ir að alþjóðleg­ar her­sveit­ir und­ir for­ustu Banda­ríkja­manna höfðu hrakið talibana­hreyf­ing­una frá völd­um.

"Bók­sal­inn í Kabúl" varð met­sölu­bók í Nor­egi og víða um heim. Í henni seg­ir Seier­stad frá þeim hremm­ing­um og fang­els­un sem Rais mátti þola til að halda bóka­búðinni sinni op­inni á meðan talíban­ar voru við völd, en jafn­fram að Rais hafi ríkt eins og ein­ræðis­herra yfir fjöl­skyld­unni.

Í sinni eig­in bók, sem Rais gaf upp­haf­lega út í fyrra en ætl­ar að reyna að fá út­gefna á ensku í Evr­ópu, seg­ist hann ekki hafa getað neitað Seier­stad um að fá að búa á heim­ili hans, þótt þar hafi verið fyr­ir hátt í tutt­ugu manns, þar sem af­gönsk menn­ing og gest­risni kveði á um að all­ir gest­ir séu vin­ir Guðs.

Seier­stad "greindi op­in­ber­lega frá einka­mál­um sak­lausr­ar fjöl­skyldu," seg­ir hann, og "end­ur­galt gest­risni og vináttu með óhróðri."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Allt samstarf byggist á samkomulagi og málamiðlunum. þú ættir að reyna á líkamann til þess að bæta heilsufar sitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant