Kryddpíurnar héldu sína fyrstu tónleika í gær eða frá því þær komu saman á nýjan leik. Stúlkurnar sungu tvö lög á árlegri tískusýningu Victoriu Secret í Kodak leikhúsinu í Hollywood. Sýning var tekin upp og verður hún sýnd í bandarísku sjónvarpi þann 4. desember nk.
Kryddpíurnar fimm sungu nýjasta smáskífulag sitt, „Headlines“ og gamlan smell frá 1998, „Stop“.
Geri Halliwell sagði tónleikana vera fína upphitun fyrir tónleikaferðalag hljómsveitarinnar um heiminn, en heimsreisan hefst í Kanada í næsta mánuði.
Halliwell sagði í samtali við GMTV að næstu tónleikar hljómsveitarinnar verði „fullir af dramatík“.
Kryddpíurnar voru ein vinsælasta hljómsveit heims um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar. Hljómsveitin hefur selt yfir 55 milljónir hljómplatna um allan heim og komið 10 lögum í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans.