Á ofsahraða yfir þver Bandaríkin

Bandaríski ökuþórinn Alex Roy fullyrti í gærkvöldi, að hann hefði slegið hraðamet í svonefndum „Cannonball run" akstri yfir þver Bandaríkin en þá er ekið á ofsahraða eftir þjóðvegum og reynt að komast hjá afskiptum lögreglu og hraðamyndavéla.

Roy, sem er 35 ára, segist hafa ekið yfir 13 ríki á 31 klukkustund og 4 mínútum. Hann hafi þar með slegið fyrra met, sem sett var árið 1983, um rúma klukkustund.

Roy ók BMW bíl frá New York í austri til Santa Monica í Kalíforníu í vestri, 4496 km leið á 145 km hraða að jafnaði. Hraðast ók hann á 257 km hraða. Myndatökumaður var með í för til að filma afrekið.

Í bílnum var fjöldi GPS staðsetningartækja, ratsjárvar og lögregluskanna. Roy sagði, að GPS tækin hefðu ekki komið að svo miklum notum því aðeins þurfi að beygja fjórum sinnum á leiðinni. Hann hafi því einkum notað þessi tæki til að reikna út hraða og tíma.

Roy segist venjulega vera afar gætinn ökumaður og aðeins hafa fengið eina hraðasekt á síðustu fimm árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir