Bann vekur mikinn áhuga á bók Marquez

Gabriel Garcia Marquez.
Gabriel Garcia Marquez.

Ákvörðun íranskra stjórnvalda um að banna aðra prentun á persneskri þýðingu á nýjustu skáldsögu Gabriels Garcia Marquez, "Minningar um döpru hórurnar mínar," hefur vakið mikinn áhuga fólks þar í landi á bókinni, að því er haft var eftir bóksölum í dag. Eru eintök af þýðingunni farin að seljast á offjár.

Bókin var bönnuð eftir að fyrsta prentun, fimm þúsund eintök, var komin út, en þá vöktu íhaldssamir lesendur athygli menningarmálaráðuneytisins á því að bókin ýtti undir vændi.

En bannið virðist hafa haft þau áhrif að vekja mikinn áhuga á bókinn, og seljast eintök af henni nú á svörtum markaði á ríflega tvöföldu búðarverði.

Þannig greinir AP frá því að kaupandi hafi greitt 35.000 rial, sem svarar tæplega 225 krónum, fyrir bókina, en hún kostaði út úr búð 15.000 rial.

"Ég veit ekki hvað þessi bók er um. En þegar stjórnvöld banna bók er eitthvað athyglisvert í henni. Þess vegna er ég að kaupa hana, af forvitni," sagði Ahmad Abbasi, 28 ára Teheranbúi, er hann keypti bókina.

Menningarmálaráðuneytið greindi frá því að ritskoðurum sínum, sem ber að kanna innihald bóka áður en þær eru gefnar út, hafi gert mistök, og því hafi útgáfa bókarinnar verið heimiluð.

Mohammad Hossein Saffar Harandi menningarmálaráðherra kenndi "handvömm" undirmanna sinna um og sagði að embættismaðurinn sem heimilaði útgáfu bókarinnar hafi verið rekinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar