„Ef verkfallið dregst á langinn gæti það haft áhrif," segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, dagskrárstjóri Skjás eins, um verkfall handritshöfunda í Hollywood. „Þetta er eitthvað sem við fylgjumst mjög vel með. Eins og er þá höfum við ekkert rosalega miklar áhyggjur. Við erum í góðum málum núna."
Ekki sér fyrir endann á verkfallinu sem hefur staðið í tæpar tvær vikur, en framleiðendur vestanhafs hafa þurft að fresta og hætta framleiðslu á sjónvarpsþáttum. <> Handritshöfundar í Hollywood fóru síðast í verkfall árið 1988. Það entist í meira en fimm mánuði og kostaði sjónvarpsiðnaðinn rúmar 500 milljónir dollara.
„[Verkfallið] hefur áhrif á þætti sem eru í gangi núna, eins og til dæmis Heroes," segir Kristjana, en bætir við að verkfallið hafi engin áhrif á dagskrá Skjás eins ef það endist ekki lengur en þrjá mánuði. Endist það lengur gæti þurft að gera hlé á sýningum þátta.
Kristjana segir verkfallið hafa mest áhrif á dramaþætti eins og til dæmis CSI, Boston Legal og fyrrnefndan Heroes.