Sprænir í tebolla til að auglýsa London

Mynd af tattóveruðum snoðhaus að spræna í postulínstebolla hefur vakið nokkra athygli í Belgíu, en myndin er notuð þar til að auglýsa ferðir til London með Evrópuhraðlestinni (Eurostar). Myndin á að sýna hvað London er mikil heimsborg, sagði talskona Eurostar.

„Já, mér finnst þessi mynd virkilega gefa í skyn að London sé heimsborg. Maður gæti rekist á svonalagað á markaðinum í Camden. Myndin höfðar til ímyndunaraflsins, fær mann til að staldra við og fara að hugsa. Fólk fattar þetta,“ sagði hún.

Það var belgísk auglýsingastofa sem bjó auglýsinguna til, og frá því að hún var sett upp í Antwerpen, Brussel og fleiri belgískum borgum hefur aðeins borist ein kvörtun um að auglýsingin sé smekklaus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar