Besta tónleikamynd síðari ára

Sigur Rós við Snæfellsskála
Sigur Rós við Snæfellsskála mbl.is/Gunnar

Bíóspekúlantar á breska kvikmyndatímaritinu Total Film, sem ásamt Empire er það stærsta þar í landi, halda ekki vatni yfir Heima þeirra Sigur Rósar og segja hana bestu tónleikamynd sem komið hafi út á meðan blaðið hafi starfað. Blaðið hélt nýlega upp á tíu ára afmælið og Heima er því að þeirra dómi besta tónleikamyndin sem gerð hefur verið síðan árið 1997, ef ekki fyrr.

Þeir segja ómögulegt að horfa á myndina og vilja ekki heimsækja Ísland í kjölfarið og koma með þá tillögu að einhverjir stórhuga kvikmyndagerðamenn búi til vestra á Íslandi sem allra fyrst, landslagið sé fullkomið fyrir slíkt.

Annars staðar í blaðinu segir Jonathan Dean að tónlist Sigur Rósar hljómi eins og tónlistin sem Guð almáttugur myndi semja ef hann væri til. Þeir Total Film-menn urðu þó fyrir nokkrum vonbrigðum þegar þeir hringdu í Georg Hólm, bassaleikara sveitarinnar, og hann var upptekinn við að kaupa prenthylki. Það þótti þeim varla iðja fyrir staðgengla almættisins og líktu vonbrigðunum við að þeir myndu hringja í Angelinu Jolie á meðan hún væri að klippa táneglurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir