Katie Melua skammast út í Winehouse, Doherty og Moss

Katie Melua á tónleikum í Laugardalshöllinni.
Katie Melua á tónleikum í Laugardalshöllinni. mbl.is/ÞÖK

Söngkonan og Íslandsvinurinn, Katie Melua, er ósátt út í Amy Winehouse, Pete Doherty og Kate Moss en hún telur að þau fegri notkun eiturlyfja.

Að sögn Melua var henni kennt í barnæsku að eiturlyf væru hættuleg en faðir hennar er læknir.

„Faðir minn sagði mér alls konar hryllingssögur um eiturlyf og of stóra skammta. Því verð ég reið þegar fólk eins og Amy Winehouse, Pete Doherty og Kate Moss eru sveipuð dýrðarljóma fyrir hegðun sína."

Winehouse hefur gagnrýnt tónlist Melua harðlega og segir hana ömurlega. Melua segir að þegar Winehouse gagnrýndi hana á sínum tíma þá hafi þær aldrei hist. Það hafi hins vegar breytst og Winehouse hafi verið mjög viðmótsþýð þegar þær ræddu saman. „Það eina sem ég hef um þetta að segja er að ef þú ætlar að móðga einhvern - gerðu þá það beint við viðkomandi," segir Melua.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar