Tókýó tekur við sem stjörnuborg

Jean-Luc Naret, framkvæmdastjóri Michelin útgáfunnar.
Jean-Luc Naret, framkvæmdastjóri Michelin útgáfunnar. AP

Fyrsta útgáfa Michelin fyrir utan Evrópu og Bandaríkin leit dagsins ljós í Japan í dag. Alls fá 150 veitingastaðir í höfuðborg Japans, Tókýó, stjörnur í bókinni. Veitingastaðirnir fá samanlagt 191 stjörnu og hafa stjörnur Michelin aldrei verið jafn margar í einni borg. París átti fyrra metið með 65 stjörnur.

Átta veitingastaðir í Tókýó fá fullt hús eða þrjár stjörnur en það þykir mikill fengur fyrir veitingahús að fá hinar eftirsóttu stjörnur Michelin-bókarinnar. Þrátt fyrir að veitingastaðir í Tókýó geti státað af fleiri Michelin stjörnum í heild þá hefur París vinninginn hvað varðar fjölda veitingastaða sem fá þrjár stjörnur því tíu veitingastaðir í París eru með þrjár stjörnur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup