Tókýó tekur við sem stjörnuborg

Jean-Luc Naret, framkvæmdastjóri Michelin útgáfunnar.
Jean-Luc Naret, framkvæmdastjóri Michelin útgáfunnar. AP

Fyrsta útgáfa Michelin fyrir utan Evrópu og Bandaríkin leit dagsins ljós í Japan í dag. Alls fá 150 veitingastaðir í höfuðborg Japans, Tókýó, stjörnur í bókinni. Veitingastaðirnir fá samanlagt 191 stjörnu og hafa stjörnur Michelin aldrei verið jafn margar í einni borg. París átti fyrra metið með 65 stjörnur.

Átta veitingastaðir í Tókýó fá fullt hús eða þrjár stjörnur en það þykir mikill fengur fyrir veitingahús að fá hinar eftirsóttu stjörnur Michelin-bókarinnar. Þrátt fyrir að veitingastaðir í Tókýó geti státað af fleiri Michelin stjörnum í heild þá hefur París vinninginn hvað varðar fjölda veitingastaða sem fá þrjár stjörnur því tíu veitingastaðir í París eru með þrjár stjörnur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup